Jónas Hallgrímsson
Jónas Hallgrímsson lærði ljósmyndun í Bretlandi á árunum 1995-1998. Meðfram náminu rak hann stúdíó í London og vann fyrir aðila eins og Elite módelskrifstofuna.
Jónas bjó í Tokyo árin 2001-2006 og vann þar fyrir ýmis þarlend blöð og tímarit, en einnig fyrir fyrirtæki á borð við Sony og Warner plötuútgáfuna.
Hann fluttist heim síðla árs 2006 og er núsjálfstætt starfandi ljósmyndari í Reykjavík.
Frá haustmánuðum 2008 hafa myndatökur af íslenskum fitnesskeppendum verið stór hluti af hans starfi. Sú sería er enn í vinnslu en um 170 fitnesskeppendur hafi þegar verið ljósmyndaðir. Í nóvember 2011 hélt hann sýningu á 25 ljósmyndum úr seríunni í Hörpu.
Einkasýningar:
2011 Harpa, Reykjavík – ljósmyndir af íslenskum fitnesskeppendum
2005 Good Honest Grub, Ebisu, Tokyo.
1998 Gallerí Geysir, Reykjavík.
1997 Hans Petersen, Austurveri, Reykjavík.
1996 Gallerí Úmbra, Reykjavík.
1995 Kaffi Mokka, Reykjavík.
Samsýningar:
1998 The Mall Gallery, London.