Ragga Magg, heilsunuddari og vaxtarræktarkona
Ragga Magg, heilsunuddari og vaxtarræktarkona

Ragga Magg

Ragnhildur Gyða Magnúsdóttir eða Ragga Magg útskrifaðist af listabraut úr Fjölbraut í Breiðholti árið 2003. Hún dúxaði í B.S. íþrótta- og heilsufræði úr Kennaraháskólanum árið 2007. Árið 2009 útskrifaðist hún sem heilsunuddari úr Nuddskóla Íslands.

 

Hún hefur þar að auki sótt tugi námskeiða í djúpvefjalosun og nokkur í höfuðbeina og spjaldhryggjarjöfnun.
Er eins og stendur að taka masterinn í íþrótta- og heilsufræði í Háskóla Íslands og er að fara byrja skrifa mastersritgerðina sína nú í haust og stefnir á útskrift næsta vor.

Hún hefur frá unga aldri verið mikið í íþróttum, æfði sund í 5 ár, handbolta í 6 ár, körfubolta í 1 ár og stundaði hestamennskuna af kappi sem barn og unglingur en því miður þróuðust hlutirnir á annan veg eftir tvítugt og hestamennskan varð meira "af og til hobbí".

Byrjaði að lyfta 14 ára og hefur alveg frá barnæsku verið yfir sig heilluð af vaxtarrækt og alla tíð stefnt á að verða bodybuilder.
Hún keppti í fyrsta sinn í vaxtarrækt á Íslandsmeistaramótinu 2011 og svo í annað sinn á bikarmeistaramótinu sama ár.