Konráð Valur Gíslason, einkaþjálfari
Konráð Valur Gíslason, einkaþjálfari

Konráð Valur Gíslason

Konráð Valur Gíslason er eigandi ifitness.is. Konráð hefur starfað sem einkaþjálfari hjá World class síðan 1998. Hann lærði einkaþjálfarann hjá ISSA, ACE og Life fitness ásamt því að hafa stundað nám á íþróttabraut FB.

Hann hefur allan þennan tíma þjálfað mikið af íþróttafólki og þá sérstaklega í vaxtarrækt og fitness og hafa ófáir titlarnir ratað í hús hjá hans viðskiptavinum.

Konráð keppti sjálfur 7 sinnum í vaxtarrækt og varð Íslandsmeistari 5 sinnum.

Einnig hefur hann orðið 2 sinnum Íslandsmeistari unglinga í kraftlyftingum ásamt því að hafa átt Íslandsmet í 4x100 metra hlaupi.

Í dag er Konráð hættur keppni og leggur allan sinn metnað og orku í sína viðskiptavini ásamt því að sinna ifitness.is.

Konráð mun hér reyna að miðla af reynslu sinni úr heimi vaxtarræktar og fitness.