Anna Sigurðardóttir, Cand.psych, Heilsustöðin
Anna Sigurðardóttir, Cand.psych, Heilsustöðin

Anna Sigurðardóttir

Anna stundaði Cand.Psych sálfræðinám við Háskólann í Árósum og starfar nú hjá Heilsustöðinni, sálfræði- og ráðgjafaþjónustu.

Síðastliðin ár hefur hún haldið fjölda fyrirlestra fyrir almenning, íþróttafólk og fyrirtæki m.a um jákvætt hugarfar, markmiðasetningu, heilsusamlegt líferni og hvernig hægt er að hámarka árangur með auknu sjálfstrausti og streitustjórnun. Anna hefur starfað sem einkaþjálfari og þolfimikennari víða um evrópu á 20 ára tímabili og er fyrrum afreksíþróttakona í suður-amerískum dönsum, Fitness
og þolfimi.

 

Áhugi hennar snýr að öllu sem viðkemur líkamlegri og andlegri heilsu, sem og þeim fjölmörgu þáttum sem koma að því að bæta
lífsgæði, hamingju og vellíðan.

Anna mun vera með pistla um ýmislegt sem viðkemur sjálfsrækt og andlegum þáttum sem koma að því að hámarka árangur á ýmsum vígstöðvum.