
Lína Langsokkur
Pistlahöfundur heitir Inga María Eyjólfsdóttir og er 22 ára, íslenskur leiklistanemi í Teaterskolen Holberg í Kaupmannahöfn.
Hún hefur alla tíð haft brennandi áhuga á fitness, hefur tvisvar keppt í bikiniflokki hjá IFBB á Íslandi og stefnir á fleiri keppnir í náinni framtíð.
Hún hefur verið í þjálfun hjá Konna síðan haustið 2010 eða þegar stefnan var fyrst sett á mót.
Hún skrifar reglulega pistla sem munu birtast á síðunni um ævintýri frá eigin reynslu tengdri fitness og heilbrigðu líferni í Kaupmannahöfn og hvernig ástríðumálin, listir og líkamsrækt tvinnast saman.