Magnea Gunnars at the FIBO 2014. Blog by Magnea Gunnars (icelandic)

10 April 2014 Konráð Valur Gíslason

Núna er minni fyrstu ferð með Scitec Nutrition lokið.

Ferðin var mjög skemmtileg en á sama tíma mjög erfið. Ég fór út á miðvikudegi og vissi í rauninni ekki alveg hvað ég var að fara út í.

Ég var sótt á flugvöllinn af einum af yfirmönnum Scitec sem ég hafði hitt áður. Þegar við komum upp á hótel fékk ég rosa flott og stórt herbergi útaf fyrir mig. Ég fékk tíma til að hvíla mig aðeins og koma mér fyrir en svo var haldið á æfingu með þeim sem komnir voru af Team Scitec.

Við fórum í rækt sem var nálægt hótelinu, flott og nýleg stöð en alveg stútfull af fólki. Ég sem hélt að það væri erfitt að finna vinsælli stöð en World Class Laugar klukkan 5 á virkum degi en mér tókst það.

"video"

Fimmtudagurinn var svo fyrsti dagurinn þar sem við mættum á FIBO. Þar var mitt hlutverk að árita útprentaðar myndir af mér sem Scitec hafði úthlutað fyrir mig og svo að leyfa aðdáendum að taka myndir af sér með mér. Svo fórum við 2-3x á dag upp á svið sem var tengt við básinn okkar en þar var hver og einn meðlimur Team Scitec kynntur og hann tók frjálsar pósur. Þegar allir voru komnir á svið hentum við svo prufum, hristibrúsum og bolum út til áhorfenda.

Það kom mér á óvart hvað þetta var stórt allt saman og mikið að fólki. Fimmtudagurinn og föstudagurinn voru svipaðir dagar en þá var ekki jafn troðið af fólki, aðallega business-fólk sem voru að leita að hugmyndum til að græða á. Það var samt alltaf nóg að gera en ég hafði meiri tíma til að fá mér að borða á réttum tíma og svona.

Scitec var með rosa stóran og flottan bás, marga starfsmenn og alltaf nóg um að vera. Við í Team Scitec vorum svo með sér ''baksvið'' þar sem gátum sest niður og hvílt okkur frá áreiti. Á laugardeginum var svo langmest að gera. Þá var rosalega mikið af fólki og áreitið var meira. Langar raðir mynduðust til að fólk gæti fengið áritaðar myndir og tekið svo sjálft myndir af sér með manni.

"video"

Þetta var allt mjög óraunverulegt fyrir mér, þar sem ég myndi nú ekki kalla mig "fræga". Þegar við komum heim eftir FIBO-ið á laugardeginum fóru flestir að leggja sig en ég ákvað að kíkja smá verslunar hring þar sem ég var enn ''upp tjúnuð'' og í hálfgjörðu sjokki eftir daginn. Ég tók 40 mínútur þar sem ég hljóp á milli búða og náði að versla smá. Kom svo tilbaka á hótelið, henti mér í æfingarföt og við fórum á æfingu þar sem við vorum öll saman og á meðan var tekið upp æfingarmyndband af okkur.

Ég var svo komin heim í sturtu í kringum 23.00 en um leið og ég steig út úr sturtunni fékk ég sms frá einum af yfirmönnum Scitec hvort ég vildi koma í FIBO-eftirpartý með sér sem ég ákvað að gera. Þá þurftir ég að drífa mig í fínt dress, mála mig og gera mig tilbúna aftur. Gerði það á 20 mín og hitti yfirmanninn minn niðrí Lobby-i og fórum það með Taxa á skemmtistaðinn þar sem eftirpartýið var. Þetta var svokallað ''vip-eftirparty'' þar sem  bara örfáir fengu miða inn á sérstakt svæði, á meðan almenningur dansaði þar fyrir utan. Þarna voru mest að eigendum fyrirtæka eins og smart shaker, MuscleTech ofl. Svo voru einn til tveir styrktaraðilar með, eins og Larissa Reis og  Dorian Yates. Það voru flestir vel í glasi en allir mjög hressir og almennilegir.  

Laugardagurinn var sem sagt mjög skemmtilegur og fullbókaður. Ég byrjaði sunnudaginn svo með tveim kaffibollum eftir að hafa sofið í sirka 3 tíma en það var ekkert mál því ég var spennt fyrir loka deginum. Það var svipað mikið að gera þann daginn og var á laugardeginum en dagurinn leið fljótt og við vorum búin klukkutíma fyrr en venjulega, sem var klukkan 16.00. Þá fórum við öll upp á hótel, pökkuðum niður í töskur og gerðum okkur tilbúin fyrir heimferð.

Ég kynnist fullt af nýju og skemmtilegu fólki í ferðinni og lærði margt af meðlimum hópsins. Ég sá að það eru allir með mismunandi aðferðir til að ná sínum markmiðum en þó áhugavert að heyra um hverja og eina aðferð. Það kom mér á óvart hvað allir flest allir töluðu góða ensku og hversu vel var hugsað um okkur. Okkur var keyrt allt og allir matur borgaður ofan í okkur. Það snérist mest allt um þarfir okkar í teaminu og reynt að gera allt svo okkur liði sem best.

Mig hlakkar virkilega til komandi samstarfs með Scitec Nutrition og mun klárlega koma til með að fara í fleiri ferðir með þeim af þessu tagi.