Vanillueggja hafragrautur

Dýrindis morgunverðargrautur sem er stútfullur góðum próteinum og kolvetnum.

Í uppskriftina þarf:

30-40gr Haframjöl
1 msk chia fræ (sem búið er að leggja í bleiti)
1 dl vatn
1 dl eggahvítur úr brúsa eða 3 hvítur 
1 heilt egg
6-8 dropar vanillu stevia
Hreinn kanill eftir smekk
 

Aðferð:

Setjið haframjöl í pott með vatni, hitið smá, bætið þá eggahvítum og eggi út í.
 
Látið malla þar til þetta verður að þykkum graut og eggin hafa blandast alveg við. Bætið stevía og chia fræjum við.
 
Því næst strái ég kanil út á. Hægt er að bæta öllu við sem ykkur dettur í hug, t.d. rúsínum og epli.