Vanillu eggjahvítufluff

Dýrindis kvöldnasl sem hægt er að borða rétt fyrir svefinn nú eða bara fljótlega eftir kvöldmatinn :)

 

Í uppskriftina þarf:

  • 1 dl gerilsneyddar eggjahvítur úr brúsa eđa venjulegar (3 hvítur)
  • 1/2 skeiđ vanillu casein prótein (ég nota vörur frá QNT)
  • 6-8 dropar vanillu stevia frá Via-Health
  • 1 lúka af ferskum bláberjum

 

Aðferð:

Byrjið á því ađ stífþeyta eggjahvíturnar þar til þær verða "fluffy".

Bætið þá við 1/2 skeiđ casein prótein (má nota whey).
Èg nota casein þar sem èg fæ mèr þetta sem kvöld nasl.

Þeyta þađ svo vel eða saman þar til að það verður kekkjalaust.

Skella þessu svo í skál, strá báberjum eđa öđrum berjum yfir og toppa međ smá af karmellu sírópi frá Walden Farms sem fæst í Fitness Sport.