
Katrín Edda Þorsteinsdóttir
Katrín Edda Þorsteinsdóttir er 23 ára mastersnemi í vélaverkfræði í háskólanum Karlsruhe Institute of Technology í Þýskalandi.
Hún hefur verið í þjálfun hjá Konna síðan árið 2010 og hefur keppt þrisvar sinnum í bikini fitness á Íslandi og einu sinni á Arnold Classic í Bandaríkjunum með góðum árangri.
Hún hefur mikinn áhuga á öllu sem viðkemur líkamsrækt, fitness og næringarfræði.
Hún mun skrifa um heilbrigt líferni í Þýskalandi og hvernig tekst að tengja verkfræðinámið og líkamsrækt utan íslensku landsteinanna.