Day 5 at the Arnold Classic 2014, blog by Olga Helena (icelandic)

06 March 2014 Konráð Valur Gíslason

Laugardagurinn byrjaði snemma fyrir Heiðu og Magneu en þær vöknuðu um kl 4 um nóttina til að byrja að sturta sig, bera á sig keppnislitinn, gera hárið, fara í förðun, nærast og allt það sem þarf að gera fyrir svona stóra keppni.. já þetta er aðeins meira mál fyrir okkur stelpurnar:)

innritunHeiða og Magnea voru svo mættar í innritun kl 8 og við tók 3 tíma bið eftir því að komast á svið. Upphitunarherbergið var staðsett í einum enda expo-ins og sviðið í hinum þannig að um kl 10 voru þær teymdar í gegnum allt plássið, tilbúnar að rokka sviðið.

heia1Magnea var undan á svið í flokki D og fannst manni á því hvernig dómararnir röðuðu henni að hún myndi ná inn í topp 5. Næst kom Heiða í flokki F, dómararnir voru mikið að hliðra stelpunum og enduðu á því að setja Heiðu næst lengst til vinstri, þá komu smá efasemdir upp hjá okkur um hvort að hún myndi komast áfram:( Magnea komst áfram í topp 5 og endaði í 2.sæti sem er hennar besti árangur hingað til. Heiða komst aftur á móti ekki inn í topp 5 að þessu sinni þrátt fyrir frábært form og mjög góða sviðsframkomu.

david sebastianÞegar það var búið að fagna með stelpunum var farið í myndatöku fyrir ifitness.is sem fram fór á expo-inu. Myndatakan átti að taka 40mín en vegna fjölda fólks sem vildi fá mynd af sér með okkur sem og sjónvarpsstöðvar sem vildu taka viðtal við okkur og Konna varð þessi 40mín myndataka að 4ja tíma töku.

upphyfingarExpo-ið var svakalega flott með yfir 800 fyrirtækjum sem voru að kynna vörurnar sínar og við Kristín kepptum m.a. í upphýfingakeppni og náðum 10stk "dauðum" upphýfingum:)

Með harðsperrur í brosvöðvunum og klifjaðar af fríum vörum héldum við upp á hótel til að hafa okkur til fyrir PRO showið um kvöldið. Við mættum upp í Veterans Memorial kl 18.30 til að sjá alla stóru vaxtarræktarmennina, Hafþór að keppa í aflraununum og svo auðvitað Möggu Gnarr að keppa í fyrsta skipti í PRO flokki í Bikini Fitness. Magga náði 9.sæti sem er hreint út sagt frábær árangur.

Cheesecake factoryEftir PRO showið var svo haldið á CheeseCake Factory til að snæða góðan mat og narta í eins og 2 kökusneiðar. Frábær endir á góðum degi.

 

Ferðin er búin að vera ótrúlega skemmtileg og mjög lærdómsrík og hingað mun ég vonandi koma sem fyrst aftur:)

Takk fyrir mig.

Olga Helena