Day 3 at the Arnold classic 2014 by Olga Helena (icelandic)
Dagur 3 var keppnisdagur.
Í dag skyldum við stíga á svið í Veterans Memorial þar sem Arnold Classic hefur farið fram síðan 1989 en þetta verður einmitt í síðasta sinn sem að Arnold classic verður haldið þarna þar sem að það á að rífa þessa byggingu í sumar.
Við vöknuðum um kl 8.00 um morguninn og fór allur dagurinn í að bera á sig keppnislitinn, setja upp hárið, gera make-upið, fara yfir pósurnar og hlaða upp á kolvetnum.
Við vorum mætt í Veterans Memorial rétt fyrir kl 17 ásamt Konna þjálfara og Hlyni Kristni sem átti að mæta á sama tíma til að keppa í Classic Bodybuilding.
Þegar við komum baksviðs sáum við að flokkurinn sem Hlynur var að fara að keppa í var staddur á sviðinu, 2 tímum fyrr en okkur hafði verið sagt. Þá kemur í ljós að Hlynur hafði fengið vitlausar upplýsingar frá starfsmanni um hvenær hann skyldi mæta og var hann því að missa af flokknum sínum.
Hlynur tók þessu reyndar af mikilli stillingu og ákvað að taka boði umsjónarmanns að keppa bara daginn eftir í Men´s Physique. Við stelpurnar fórum beint á keppendafund og svo í undirbúning. Eins og oft gerist á svona stórmótum þá dróst dagskráin og fyrsti Bikini Flokkurinn fór á svið 2 tímum síðar en áætlað var.
Þvílíkan fjölda af flottum stelpum höfðum við aldrei séð. Fyrst var Bikini Fitness a-class þar sem voru rúmlega 60 stelpur að keppa.
Dómararnir voru 20min að dæma flokkinn og komið var að Christel Johansen í Bikini Fitness b-class, Christel gekk vel á sviðinu, var í mjög góðu formi og það geislaði af henni. Christel var kölluð fram í 3ja call-outi og má gera ráð fyrir því að hún væri í 10-15 sæti hjá dómurunum, sem svo reyndist rétt. Christel komst ekki í topp 10 að þessu sinni en 10-15sæti á sínu fyrsta móti erlendis hlýtur að teljast góður árangur.
Næst var komið að Bikini fitness c-class þarf sem ég var sjálf að keppa, mér leið vel á sviðinu og ég mætti í mínu besta formi en eins og með Christel þá lenti ég því miður í 3ja call-outi og endaði í 10-15 sæti.
Ég var þó sátt með sjálfa mig og mun halda áfram í að bæta mig og koma bara enn sterkari næst.
Bikini fitness d-class var næst þar sem Kristín Elísabet var að keppa á sínu fyrsta móti erlendis en hún hafði keppt tvisvar sinnum heima á Íslandi. Kristín var í 4ja call-outi og komst því ekki áfram í topp 10 sem átti að fara fram á laugardeginum.
Magnea Gunnarsdóttir keppti í Bikini Fitness e-class en Magnea hafði einmitt keppt á Arnold classic USA 2012 og þá lent í 3ja sæti.
Magnea var mjög góð á sviðinu og var tekin fram í fyrsta call-outi og áfram í topp 10!!
Loka flokkurinn var Bikini fitness f-class sem Heidi Ola keppti í. Heidi Ola var flott á sviðinu, pósurnar góðar og það geislasði af henni. Hún var kölluð fram í öðru call-outi og komst áfram í topp 10.
Þó að ég hefði verið til í að komast áfram í topp 10 þá var ég samt ánægð með minn árangur.
Bless í bili:)