Day 2 at the Arnold Classic 2014 by Olga Helena (icelandic)

02 March 2014 Konráð Valur Gíslason

Dagur 2 í Columbus, Ohio.


rsz versla 2Það var smá þreyta í hópnum í dag eftir mikinn verslunarleiðangur daginn áður enda ekki á hverjum degi sem við komum til USA.

En nú var kominn tími til að einbeita sér að keppninni.

 

 

  

Dagur 2 í Columbus var dagurinn fyrir forkeppnina þannig að mikil hreyfing var bönnuð og hvíld, kolvetnahleðsla og pósuæfing það eina sem var á dagskránni.

hleslaÞannig að hrísgrjón, hrískökur, kartöflur og glucosi var nánast það eina á matseðlinum í dag allt vigtað nákvæmlega eftir leiðbeiningum frá Konna þjálfara. Svo var legið fyrir með fætur upp í loft og reynt að slaka á og fara yfir í höfðinu hvernig skuli bera sig á sviðinu.

 Seinnipartinn fórum við stelpurnar svo í ræktina hér á hótelinu til að æfa pósurnar, öðrum gestum til mikillar ánægju:) 

Olga grug  Outback

Við fórum svo öll saman um kvöldið að borða á Outback steikhúsinu þar sem file steik ásamt bakaðri kartöflu og brokkoli var á boðstólnum.

 

Ryan, hinn geðþekki vinur okkar á Holiday Inn hótelinu hér í Columbus, var svo almennilegur að græja fyrir okkur bílaleigubíl þannig að nú var mun auðveldara að komast á milli staða.

Ótrúlegt hve hjápsamt fólk er hér í Ohio.

Þar til næst:)

Olga Helena