Evening desert

Good evening desert with casein protein made by Heidi Ola.

 

Í uppskriftina þarftu:

  • 1 dl  eggjahvítur úr brúsa eða 3 hvítur
  • 1/2 skeið súkkulaði casein prótein (ég nota casein92 frá QNT)
  • 1 msk lífrænt kakó
  • 6 dropar af súkkulaði stevía frá Via-Health 
  • Jarðaber eftir smekk
  • Dass af Walden Farms súkkulaði sýrópi frá Fitness Sport 

 

Aðferð:

Þeytið eggahvítur þar til þær verða stífar og "fluffy". Bætið casein próteini við (má líka nota whey prótein).
Bætið svo við kakó og stevíu og hrærið létt saman við hvíturnar allt þar til að þetta verður kekkjalaust.
Skella þessu því næst í skál og þá er þetta tilbúið til að gúffa :)
 
Desertinn má svo setja í kæli ef þið viljið fá hann aðeins stífari.
 
Svo er hægt að skreyta eða bragðbæta með nánast hverju sem er, ég nota voða mikð jarðaber, bæði svo góð og líka mjög hitaeinga lítil.
Einnig nota ég Walden Farm  sýrópin sem eru án allra hitaeininga.