Kristín Egilsdóttir, hárgreiðslusnillingur og meistari og fitness keppandi.
Kristín Egilsdóttir, hárgreiðslusnillingur og meistari og fitness keppandi.

Almenn hárumhirða og fyrir fitness keppni

19 September 2012 Kristín Egilsdóttir

Í raun eru engar reglur né ákveðinn greiðsla sem kvenfólk þarf að hafa, þetta fer algjörlega eftir týpu og smekk hvernig viðkomandi vill hafa hárið.

Þegar þú ert með slegið hár eða krullað verðuru að passa að hárið sé ekki fyrir í skyldupósunum. Í hliðarpósunum þarftu að passa að taka hárið frá þannig að það liggi ekki á öxlunum og skyggi á skurð i höndum og öxlum, eins með bakpósuna passaðu að draga hárið yfir aðra öxlina (eða báðar) svo að það skyggi ekki á bakið. En ef þú ert með hárið uppsett í tagli eða einhverja greiðslu þá þarftu ekki að hafa neinar áhyggjur af hárinu bara muna að BROSA og njóta þess að standa á sviðinu í þínu besta formi.

Smá “tips”

Ef þú ert að fara að setja í þig einhverja greiðslu eða setja liði í hárið skaltu daginn áður passa að þvo hárið og setja helst enga næringu í það. Þetta er gert til þess að þú sért örugg með að greiðslan endist i þér allan daginn og kvöldið. Næringinn getur jú þyngt aðeins hárið. Og nr 1, 2 og 3 er alltaf að nota hitavörn í hárið áður en það er blásið, slétt eða krullað svo þú sért nú ekki að grilla á þér hárið. Hitavarnir eru til bæði i krem formi eða sprey formi.

Hárvörur og góð umhirða á hári

Privat og persónulega mæli ég alltaf með shampoo og næringu frá hárgreiðslustofu, þau eru oftast aðeins dýrari en þær tegundur sem þú finnur út í búð en það skilar sér í betri vöru sem endist lengur, sérstaklega þegar við stelpurnar erum flestar komnar með einhvern lit eða strípur í hárið. Það eru til ansi margar týpur af shampoo og gott fyrir þær stelpur sem eru með mikið litað og strípað hár að nota shampoo með raka og passa einnig að þetta sé vara sem byggir hárið upp. Þær sem eru með fíngert hár þurfa svo að nota sérstakt shampoo fyrir fíngert hár sem gefur þvi lyftingu og þyngir það ekki. Einnig er þetta sniðuga ÞURR shampoo eitthvað sem allar fitness skvísur þurfa að eiga. Sérstaklega er það nauðsynlegt þegar fer að koma að niðurskurði því að þá eru margar stelpur að fara 1-2 á dag í sturtu. Þar sem að það er algjör óþarfi að þvo hárið 2x á dag þá kemur þetta skemmtilega þurr shampoo sterkt inn og eru þau til frá mörgum framleiðendum.

Redken og Kerastase Bain de force

Ef þú ert með mikið skemmt og illa farið hár þá mæli ég hiklaust með þessu hérna frá Kerastase Bain de force og Redken fyrir fíngert hár .Body Full er líka algjör snilld.
Einnig ef þú ert með vandamál í hársverði þá mæli ég með að þú notir shampoo sem eru sérstaklega fyrir flösu eða feitan hársvörð til þess að halda vandamálinu i skefjum.

 

motreatmentSvo er það sem er í uppáhaldi núnar er þessi snilldarolía Morocccan Oil sem í raun byggir upp hárið og nærir það, sérstaklega gott fyrir litað hár svo þarftu lika bara rosalega litið af því. Þú getur sett olíuna í bæði blautt og þurrt hárið og er hún fyrir allar hártýpur.

Moroccanoil® Treatment’s versatile, nourishing and residue-free formula can be used as a conditioning, styling and finishing tool. It blends perfectly with other products and even speeds up drying time. This treatment for hair completely transforms and repairs as its formula transports lost proteins for strength; fatty acids, omega-3 oils and vitamins for shine; and antioxidants for protection. It absorbs instantly to fill gaps in hair created by heat, styling and environmental damage.

 

Vonandi hjálpar þetta ykkur eitthvað :)