The journey and day 1 at the Arnold Classic by Olga Helena(icelandic)

26 February 2014 Konráð Valur Gíslason

Arnold Classic keppnisferðalagið hófst mánudaginn 24. feb klukkan 14:00 og ferðuðumst við í um 15 klukkustundir þar til komið var á áfangastað, Columbus Ohio.

 

rsz icelandair

 Ferðalagið gekk í heildina nokkuð vel, tíðar klósettferðir vegna mikillar vatnsdrykkju einkenndu aðalega ferðina. Öllum flugum var náð og allar töskur skiluðu sér à áfangastað. Við þurftum reyndar að taka nokkra spretti á flugvellinum i Toranto þar sem við siðan tókum tengiflug yfir til Ohio.

Risavaxinn flugvöllur og flogið frá öðru terminali en lent var á, en allir ágætlega a sig komnir og ættu nú að ráða við smá hlaup:)

rsz kanada airVið innrituðum okkur í tengiflugið og vorum þaðan send beint út a flugbrautina þar sem okkar beið pinulítil rella með ekki mikið fleiri en 15 farþegasætum. Vélin þurfti dágóðan tima i að hita sig upp og það með miklum látum og löngu tilhlaupi i kjölfarið til að rífa sig a loft.

Við hossuðumst i um klukkustund og lentum furðu mjúklega i Ohio um kl 22 á staðartima.

rsz olga magnea kristn  flugstinni

 

Samkvæmt planinu átti að biða okkar þessi fini 7 manna jeppi a flugvellinum en eins og við má búast getur ekki allt verið tiptop og enginn bill fannst við komuna:( eeeeen svo heppilega vildi til að Ryan, sem er mjööög samkynhneigður vinur Hrafnhildar, móður hennar Magneu sem þær kynntust fyrir tveimur árum þegar þær voru a Arnold, ákveður að mæta surprise að sækja okkur a völlinn ásamt móður sinni sem fór i lagningu fyrir tilefnið. Enda hápunktur ársins að við værum að koma og finnst þeim þetta allt rosalega spennandi. Ekki nóg með að hann hafi reddað handa okkur gistingu a hótlelinu sem hann starfar á, heldur tók hann sér einnig fri í vinnunni og fékk lánaðan bíl til að koma óvænt að sækja okkur upp á völl og ætlar nánast öll fjölskyldan hans að koma að horfa á okkur keppa.

hotelroom

Okkur fannst þetta allt mjög gruggugt fyrst og vorum farin að efast um að þetta væri aðeins af góðmennsku gert en eftir að hafa kynnst fleira fólki hér i Ohio þá er þetta bara fullkomlega eðlileg hegðun. Daginn eftir fáum við þennan fína Lexus bil lanaðann frá starfsmanni í mòttökunni á hótelinu og þar sem við vorum svo mörg þá bauðst enn annar starfsmaður til að skutla afganginum af liðinu, æðislegt fólk!

Hótelið reyndist æðislegt, flott og stór herbergi með risavöxnum rúmum og starfsfólk sem gerir allt fyrir okkur, sem er alls ekki slæmt miðað við allar þær sérþarfir okkar stúlkna í kötti:)

 rsz la fitness stelpurnarDagur 1

Við vöknuðum um 10 leitið, tókum saman nesti fyrir daginn sem OFUR góða hótelstaffið eldar fyrir okkur nákvæmlega eins og við viljum hafa það. Fórum i LA fitness sem er mjög stór og flott líkamsræktarstöð hér í Columbus. Þar eru allskyns öðruvisi brennslutæki og lyftingargræur.

Kláruðum seinustu lyftingaræfinguna fyrir mótið og i kjölfarið var góð brennsla tekin sem fólgst i 5 tima verslunarferð:)

Endaði dagurinn svo i æðislegri steik og siðan var farið að skoða eftirrétti sem borðaðir verða eftir mót! alveg eðlilegar... Konni er þó hinn þolinmóðasti og keyrir okkur a milli verslana að skoða allt úrvalið á matvörum og gotteri, enda orðin nokkuð vanur veseninu sem fylgir bikinifitnesskeppendum  .. :p

þangað til næst!
kveðja fra Ohio