Arnold Classic Europe 2013. Dagur 4
Keppnisdagur
Ég(Olga) og Auður vöknuðum eldsnemma þar sem að við þurftum að fara á skipulagsfund fyrir Pro-showið sem hófst klukkustund eftir að okkar móti lauk.
En við vorum beðnar af Armando, einum af þeim sem sá um að skipuleggja mótið, og Rafael forseta IFBB að vera hostess á proshowinu og í því fellst að veita verðlaun í atvinnumannaflokkunum ásamt sponsorum.
Fjórar stelpur voru valdar og því mjög mikill heiður að vera ein af þeim sem valdar voru í þetta hlutverk.
Fundurinn hófst 9 um morguninn í höllinni sem Pro-showið var haldið í, alveg RIISAA stór og rosalega flott, smá hnútur myndaðist í maganum að hugsa út í að þarna myndum við standa uppi á sviði um kvöldið. Á fundinum var farið yfir hvernig allt myndi virka um kvöldið, hvar við ættum að ganga upp á sviðið og hvernig athöfnin færi fram.
Næst var brunað upp á hótel þar sem Katrín Ösp var byrjuð að bera á sig næstu umferð af leðjunni (orðið sem við notuðum yfir keppnislitinn sem var nánast svartur). Næstu tveir tímar fóru í undirbúning, hár og make-up ásamt því að passa tanið sem passa þarf að sé jafnt.
Þegar allar voru orðnar tilbúnar, skottuðumst við niður í Taxa. Bílstjórinn virtist nú vita hvert ferðinni var heitið enda pössuðum við okkur á því að útskýra vel nafnið á höllinni og hvar hún væri, vorum búnar að lenda í allskyns taxa veseni síðan við komum til Madrid. Lögðum við af stað, smá stresshnútar í maganum ásamt mikilli spennu.
Allt virtist vera að smella saman þangað til við áttuðum okkur á því að bílstjórinn vissi EKKERT hvert hann var að fara, byrjaði að bölva og skammast á spænsku og Skúli sem BETURFER kunni spænsku fór að þýða jafn óðum hvað hann væri að segja.
Eftir meira en klukkutíma rúnt um Madrid (sem átti að taka 15 mín MAX að keyra) í sveittum leigubíl með sveittum bílstjóra vorum við komnar. Við okkur blasti kílómeters löng röð í átt að aðalinnganginum, vissum við ekki hvað var að gerast og náðum að troða okkur fremst enda orðnar frekar seinar og mótið að hefjast eftir 30 mínútur.
Komum við inní höllina og var þar allt stappað. Mörg hundruð manns biðu í örvæntingu eftir að komast inní höllina, enda mjög flott expó á 3 hæðum og fjöldinn allur af mótum í gangi í allskyns keppnisgreinum.
Við fórum baksviðs, fengum okkar keppnisnúmer og byrjuðum að græja okkur fyrir sviðið. Baksviðs var steypt stórt gólf og opið rými, allir að brúnka, mála, tana, pósa, klæða sig á sama staðnum. Allsbert fólk útum allt að bera á sig tan og einnig fullt af ljósmyndurum sem voru alveg ready að ná nokkrum túttumyndum um leið og maður reyndi að smokra sér í fötin.
Stóra sviðið beið okkar frammi. Mjög þægilegt að við vorum allar í sitthvorum flokkunum og náðum því að aðstoða hvort aðra áður en stigið var á svið. Ótrúlega skemmtileg upplifun, rosa margir áhorfendur, risa stórt expó og fullt af ljósmyndurum.
Boðið var uppá vatnsflöskur frá Íslandi, fannst okkur það ansi áhugavert enda aldrei séð þessa gerð áður.
Litla Ísland stóð sig frábærlega á þessu móti og komust 6 íslendingar af 12 keppendum í top 6 úrslit sem er alveg hreint frábær árangur.
María Kristín 5. sæti. Katrín Ösp 3. sæti. Auður Jóna 6. sæti. Karen Lind 2. sæti.
Rebekka 2. sæti. Andrea Rán 4. sæti
Svo stolt af þessum sætu duglegu stelpum!
Eftir mótið fórum við beint niður á neðstu hæðina og fengum okkur Subway og sætindi, gátum ekki farið lengra þar sem Pro showið hófst innan við klukkutíma. OG hvað það var gott að fá mat og smá sykur í mallann!! enda orðnar orkulausar eftir daginn.
Næst dressuðum við Auður okkur upp og gengum yfir í höllina sem showið var.
Hittum við marga keppendur sem eru með þeim frægustu í þessum bransa í heiminum t.d Phil Heath, Kai Greene, ásamt Arnold sjálfum sem veitti verðlaun fyrir fyrsta sætið.
Um kvöldið fórum við út að borða á mjög góðan stað í miðbæ Madrid sem bauð uppá allskonar smárétti og rosalega góða Sangriu. Orðnar ansi þreyttar eftir langan en skemmtilegan dag. Náðum við Katrín klukkutíma svefni og síðan var lagt í hann til Íslands.
Duglegu aðstoðar og ljósmyndararnir okkar.
Takk fyrir ógleymanlega og skemmtilega ferð, ótrúlega gaman að koma til Madrid og keppa á svona stórmóti og hvað þá með þessu æðislega fólki í fararbroddi.
Adios
Olga Helena