Arnold Classic Europe 2013 Dagur 1.

11 October 2013 Konráð Valur Gíslason

Jæja þá erum við komnar til Madrid! Lentum rétt fyrir klukkan 8 að kvöldi til og á móti okkur tók hlýtt og rakt loftslag. Ferðalagið gekk vel:

 

Síðustu dagar hafa verið strembnir og einkenndust þeir aðalega að æfingum tvisvar à dag, hörðu mataræði, pósuæfingum, undirbúningi fyrir ferðina og síðan ekki mà nú gleyma náminu. En um leið og byrjað var að pakka niður fór spenningurinn í botn.

Ferðalagið : Lítið sem ekkert var sofið um nóttina, lögðum við af stað klukkan 04:00 út á flugvöll, Konna-stelpur klæddar IcelandFitness göllum allar eins àsamt fleiri flottum keppendum frá Íslandi.

 

rsz img 0591

 

Stuttu eftir komuna à Keflavikurflugvöll var María kölluð upp af vopnaeftirlitinu 6 sinnum, sem panikkaði, enda með hvítt duft (glucosa) i pokum àsamt vítamínflóði í handfarangri..

Ferðinni var heitið til Madríd höfuðborgar Spànar, en fyrsta stopp var í París og þaðan tókum við tengiflug til Madrid. Flugum við með WOWair til Parísar og alveg hreint fràbært starfsfólk sem sá vel um okkur.

Flugið tók 2 og halfan tima, reyndum við að sofa í vèlinni enda ekkert sofið um nóttina, sumar voru þó spenntari en aðrar og voru Meira í því að taka myndir af sofandi farþegum heldur en að hvíla sig !

 

ae2

 

Seeem betur fer sátum við nàlægt salerninu i vélinni, Vatnslosun í gangi og því mikið vatn þambað à leiðinni og fylgdu því þràðlàtar salernisferðir.

 

ae3

 

Þegar komið var til Parísar, checkuðum við okkur inn í áframhaldandi tengiflug til Madrid. Þriggja tíma stopp tòk við, þreytan byrjuð að segja aftur til sín en létum við það ekki stoppa okkur, ákváðum að nyta timann og taka æfingu á flugvellinum,..

Fólki fannst það ansi áhugavert enda mjög óeðlileg athöfn inni a miðjum flugvelli! Fólk vildi fá að snerta okkur og spurði afhverju i ósköpunum við værum að þessu. Haha !

 

ae1

 

Komið var að næsta flugi og flogið à àfangastað.

Hótelið er rosalega stórt og flott, gangarnir langir og allir eins, örlítið flókið völundarhús fyrir kolvetnissveltandi kroppa.

Fyrsta sem blasti við okkur þegar við stigum út úr taxanum voru tvö girnileg ilmandi bakari sitthvoru megin við hótelið okkar, àsamt svona 11 öðrum bara í þessari götu, aðeins verið að reyna à freystingarþràhyggjubakaríssýkina!!

Tekið var vel à móti okkur, töskurnar settar à færiband og fluttar upp á herbergið.

 

ae4

 

ae5

 

ae6

 

Búið að vara okkur við vasaþjófum her i Madrid og áttu Auður Jóna og Skúli að vera partur í skipulögðu ráni af þjófahóp, en þau sáu við þeim og gáfust þeir þá fljótlega upp.

Næst à dagskrá er langþràð hvíld. À morgun þraut skipulagður dagur !

Meira af því seinna

 

ae8

 

Bless í bili

Olga Helena, Katrín Ösp, Auður Jóna og María Kristín