Fitness stelpur baka fyrir Samhjálp

09 December 2012 Konráð Valur Gíslason

Þann 1. desember síðastliðinn tóku nokkrar fitness skvísur sig saman og bökuðu nokkrar af uppáhalds smákökunum sínum til þess að gefa góðu málefni. Þessar stelpur voru Sif Sveinsdóttir, Aðalheiður Ýr, Kristín Egilsdóttir, Jóhanna Hildur og Eva Mist (verðandi fitness drottning).

samhjlp logoStelpurnar sátu við baksturinn í um kringum 12 klst og afraksturinn var um 800 ljúffengar smákökur. Að þessu sinni var ákveðið að gefa kaffistofu Samhjálpar kökurnar. Á hverjum degi sækja um 200 manns kaffi og meðlæti á kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni 1.

Samhjálp eru samtök með þau markmið að veita bjargir til þeirra einstaklinga sem halloka hafa farið í lífinu, vegna sjúkdóma, fátæktar eða annara samfélagslegra vandamála og með því, stuðla að velferð og sjálfsbjörg þeirra. Fyrir þá sem vilja fræðast frekar um starfsemi Samhjálpar er bent á heimasíðuna Samhjalp.is.

Við hvetjum alla til að láta gott af sér leiða yfir hátíðirnar.