Larissa Reis IFBB Figure Pro
Larissa Reis IFBB Figure Pro

Larissa Reis fitness seminar í Laugum

19 October 2012 Konráð Valur Gíslason

Ofurgellan og fitness módelið, Larissa Reis, heldur fitness seminar í World Class Laugum þann 8. nóvember.

Þeir sem ekki þekkja til Larissu þá er hún eitt vinsælasta fitness módelið í heiminum í dag og hafa birst myndir af henni í öllum helstu fitness tímaritum heims. Larissa kemur upprunalega frá Brasilíu en býr nú í Las Vegas og sinnir þar starfi sínu sem módel og fitness keppandi. Á vefsíðu Larissu eru fleiri upplýsingar um hana ásamt myndum.

 

Upplýsingar um námskeiðið:

World Class Laugar - 8. nóvember
Kl. 17.15 - 20.00.

Larissa mun fara yfir mataræði, æfingar, pósur og markaðsetningu.

Verðið á námskeiðinu er 20.000 krónur og er skráning á hjaltiar@simnet.is.